Ein mesta snilld sem ég hef komist í kynni við eru bætiefnaboxin frá "Númer eitt". Eftir að hafa keypt mér KJARNI fór ég að googla boxin og komst að því að það er hægt að velja úr sex tegundum af boxum, allt eftir því hvað hentar þér hverju sinni.
Hvert box inniheldur 5 sérvalin bætiefni fyrir hvern dag. Áður var ég að kaupa mörg glös af sérvöldum vítamínglösum og kom svo hverri töflu haganlega fyrir í vikuboxið mitt, ef ég nennti og mundi eftir því. En nú er ég laus við þá vinnu. Númer eitt er einföld lausn í amstri dagsins.
HVER PAKKI INNIHELDUR 30 DAGSKAMMTA.
Ég komst einnig að því að hægt er að taka próf hér til að finna út hvaða box hentar þér!
Eftir að hafa tekið prófið kom í ljós að ég valdi rétta boxið í Apótekinu. Niðustaðan mín var Kjarni sem stuðlar að orku, jafnvægi og viðhaldi. En það er akkúrat það sem ég þarf, aukna orku og baktryggja mig með fjölvítamíni þar sem ég hef engin sérstök heilsufarsvandamál. Mælt er með því að taka bætiefnin sem eru í boxinu með máltíð eða vatnsglasi.
Eitt bréf inniheldur einn dagsskammt með 5 hylkjum og töflum.
Kjarni inniheldur til að mynda:
1x fjölvítamín- og steinefnablöndu á náttúrulegu formi (Food state).
1 x laxaolía úr villtum laxi - Omega 3.
1x magnesíum sítrat.
1x vinveittir meltingargerlar með prebiotic trefjum.
1 x D3 vítamín úr jurtaríkinu.
Skoðaðu umfjöllun um hin fimm boxin hér. Ég mæli með þessari frábæru lausn hjá Númer eitt þar sem ég get tekið bréfin með mér hvert sem er og í ferðalögin hvort sem er innan- eða utanlands án nokkurrar fyrirhafnar. Tær snilld.
コメント